Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Fæðingarlög
Réttur foreldra skv. 12. grein laga um fæðingar-og foreldraorlof frá árinu 2000 er sem segir:
Foreldrar eiga sameiginlegan rétt á fæðingarorlofi í allt að 3 mánuði ef um er að ræða andvanafæðingu eftir 22 vikna meðgöngu. Sé um að ræða fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarorlofi í allt að tvo mánuði.

 
Ráðgjöf:
Félagsráðgjafar á Kvennadeild Landspítalans bjóða foreldrum sem orðið hafa fyrir þeirri erfiðu reynslu að missa fóstur eða barn óháð lengd meðgöngunnar uppá:

  1. Ráðgjöf og stuðning.
  2. Upplýsingar varðandi fæðingarorlof eða önnur réttindi í tengslum við missinn.
Félagsráðgjafar á Kvennadeild eru með símatíma alla virka daga milli kl. 9:00 og 10:00 í síma 543-3600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: johhjart@landspitali.is

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is