Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð, skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 9-16.
 


hvenær: 26. nóvember 2013 kl. 21:00
nafn: Sóley  ::  soleyjensd@hotmail.com
texti: Tilfinningaflóðið fer af stað, ég verð klökk og finn augun fyllast af tárum þegar ég skoða allar færslurnar. Ég komst að því fyrir tilviljun í dag að þessi síða og samtök væru til. Í 15 ár hef ég ekki vitað af vettvangi sem þessum tileinkuðum eingöngu litlu englunum sem ekki fengu að vera hjá okkur. Sorgin og sársaukinn eru enn til staðar eftir öll þessi ár, satt að segja hef ég ekki átt von á öðru, en ég ýti þessum lífsförunautum mínum til hliðar. Ég verð að gera það, það er einfaldlega of sárt að hleypa þeim að. Ég á litla Gleym-mér-ey bók og þurfti að halda áfram með lífið sem, á sinn undarlega hátt, hefur kennt mér að lifa með litla engilinn minn í hjartanu. Þetta er lífsreynsla sem ég kemst aldrei nokkurn tíma yfir og sætti mig aldrei við en lærði að lifa með. Enn leita minningarnar á mig og þá sérstaklega á fæðingar/dánardeginum og ég verð döpur, fer í kirkjugarðinn með búnt af rauðum rósum en mig langar ekkert frekar en að geta fagnað og glaðst yfir tilvist stjörnunnar minnar og litið á fæðingar/dánardaginn sem afmælisdag! Ég kemst þangað einn daginn. Takk fyrir að deila sögum af litlu englunum ykkar, það er gott að vita af ykkur þarna úti og ég fagna því ef einhver vill hafa samband til að spjalla.

hvenær: 21. ágúst 2013 kl. 19:44
nafn: Laeila Jensen Friðriksdóttir  ::  laeilaj74@hotmail.com
texti: Ég eignaðisr andvana dóttir 1999 eftir 39 vikna meðgöngu <3

hvenær: 10. júní 2013 kl. 16:09
nafn: Sigríður þóra ólafsdóttir  ::  sigridur08@gmail.com
texti: flott síða! Við misstum okkar fysta barn 7 juní, var þá komin 10 vikur og 5 daga! Búið að vera erfitt en erum búin að fá stuðning alls staðar frá!

hvenær: 19. febrúar 2013 kl. 17:27
nafn: Nína  ::  nme@simnet.is
texti: Þetta er yndisleg síða, hún hjálpaði mér mikið þegar ég misti litla drenginn minn 2006, en ég var svo heppin að eignast heilbrigðan dreng 2008. Það er þó aldrei gleymt ef maður missir barn og sorgin kemur upp við ýmis minningabrot, en mig langar það þakka fyrir þessa góðu síðu. <3

hvenær: 29. desember 2012 kl. 17:52
nafn: Mamma
texti: Takk fyrir þessa fallegu síðu, hún hjálpar mér mikið. Núna í desember missti ég litla strákinn minn, frumburðinn okkar en ég var gengin 21 viku og 5 daga þegar hann fæddist og dó. Sorgin er mikil og virðist á þessum tíma óyfirstíganleg, það hjálpaði mér að lesa aðrar reynslusögur, vonandi læri ég að lifa með sorginni. Hann verður alltaf litli strákurinn okkar, stjarnan á himnum sem skærast skín.

hvenær: 25. júní 2012 kl. 21:12
nafn: Hildur
texti: i des 2007 fæddi ég andvana dreng, það var mjög erfitt þa var eg gengin 22 vikur.Þetta er mjög erfið lísreynsla að missa barn eda fæða andvana barn. I des 2010 eignuðumst við svo litinn strák sem er nuna 18 manaða og yndislegur.

hvenær: 14. september 2011 kl. 22:10
nafn: Inga  ::  ingaj007@mmedia.is
texti: Falleg síða. Ég missti dreng í síðustu viku. Það kom í ljós í 20 vikna sónar og þá var hann búinn að vera dáinn í um viku tíma. Ég er sorgmædd og dofin og veit ekki hvernig ég get haldið áfram en ég verð að reyna þar sem ég er með 4 önnur börn að hugsa um. Tómleikinn er svo mikill....

hvenær: 26. ágúst 2011 kl. 09:05
nafn: vala  ::  vala-ljozka@hotmail.com
texti: þetta er rosalega flott síða, ég missti litla ftelpu eftir 20vikna meðgöngu.. hennar er aðuvitað sár sakanað af okkur öllum sem bíðum eftir því að sjá hana aftur, hún hefði orðið fyrsta barnabarn og fyrsta barnabarnabarn, hún er stó og merkilegur hluti af lífi okkar sama hvar hún er,.. en því miður veit ég ekki hverni ég á að snúa mér í þessum málum,. :S

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is